TF-GNA sækir fótbrotinn mann í Esju

Sunnudagur 8. mars 2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA sótti í gærkvöldi fótbrotinn mann í Esju, kom björgunarsveitarmaður að slysstaðnum sem mat aðstæður á þann veg að nauðsynlegt væri að bera hinn slasaða 100-200 metra neðar til að þyrlan nái að hífa hann upp. Stjórnstöð LHG kallaði þyrluvaktina út kl. 18:50 og lenti TF-GNA með hinn slasaða við Borgarspítalann um kl. 20:25.

08032009/HBS