Nýr vinnuhópur á sviði tækni tekur til starfa innan NACGF

  • NACGF_RagnaArnadottir

Reykjavík, 11. mars 2009      

Ráðstefna vinnuhópa North Atlantic Coast Guard Forum, samtaka strandgæslustofnana á Norður Atlantshafi var sett af Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra á þriðjudag. Ráðstefnunni lýkur á fimmtudag en um hundrað og fjörutíu  manns frá tuttugu aðildarþjóðum sækja ráðstefnuna og taka þátt í vinnuhópum samtakanna.  Rússar, Bandaríkja- og Kanadamenn eiga aðild að samtökunum auk sautján Evrópuþjóða.

Stefnumál samtakanna eru unninn innan sjö vinnuhópa sem fjalla um öryggismál á hafinu, smygl eiturlyfja, ólöglega innflytjendur, fiskveiðieftirlit, leit og björgun og tæknibúnað innan strandgæslustofnana, eiga Íslendingar eiga sæti í öllum vinnuhópum. Hlutverk samtakanna er að miðla upplýsingum og hugmyndum á sviði ofangreindra málaflokka, hafa yfirlit yfir þann tækjabúnað sem til er á svæðinu sem auðveldar allt samstarf og áætlanagerð.  

Nýr vinnuhópur tók til starfa á ráðstefnunni sem fjallar um búnað og tækniþekkingu. Markmið hópsins er að fjalla um tæknibúnað sem notaður er á sviði strandgæslu og skiptast á upplýsingum sem varða tækniþróun og þarfagreiningu. Slík samvinna hefur mjög mikla þýðingu fyrir litlar þjóðir sem Ísland, sem ekki hafa getu til að reka sérstakar tækni og áætlanadeildir,  má segja að allir hagnast á samstarfi sem þessu.

Ráðstefnunni lýkur með skýrslu formanna vinnuhópanna sem skýra frá niðurstöðum og næstu skrefum sem tekin verða. Aðalfundur samtakanna verður síðan á Íslandi í lok september.

Myndirnar tók Árni Sæberg

110309/HBS

NACGF_Hrefna

Dr. Hrefna Karlsdóttir flytur erindi sitt um fiskveiðieftirlit. Gylfi Geirsson og Georg Kr. Lárusson hlýða á.