Sprengjusérfræðingar LHG gera riffilsprengju óvirka

  • RiffSprengjan

Reykjavík 1. apríl 2009

Stjórnstöð barst kl. 18:10 beiðni frá Neyðarlínunni um að Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna torkennilegs hlutar sem fannst á Hólmsheiði. Sá sem fann hlutinn tók hann með sér heim, bar fjölskyldumeðlimur kennsl á hann og taldi að um væri að ræða sprengju. Sérfræðingar sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar staðfestu grun hans en um er að ræða riffilhandsprengju frá seinni heimstyrjöldinni en á Hólmsheiði er gamalt heræfingasvæði.

Var sprengjan gerð örugg til flutnings og í samráði við lögreglu gerðar ráðstafanir til eyðingar. Var það gert í lögreglufylgd, fyrir utan borgina.

Rétt er að beina þeim tilmælum til almennings sem kynnu að rekast á skotfæri eða sprengjur að hreyfa ekki við hlutunum heldur hafa tafarlaust samband við lögreglu eða stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, í síma 112.

010409/HBS

Af heimasíðu Landhelgisgæslunnar;

"Hand- og rifflasprengjur (Hand and Rifle Grenades):
Handsprengjur eru litlar sprengjur með púðurkveikju sem fer af stað við það að handfang sprengjunnar flýgur af um leið og henni er hent. Gamlar handsprengjur finnast af og til ósprungnar og oft þannig að öryggispinni sem heldur handfanginu föstu er ryðgaður í sundur og einungis tæring í sjálfum pinnanum sem stendur út úr botni sprengjunnar heldur honum föstum. Slíkar sprengjur eru því afar hættulegar og má undir engum kringumstæðum hreyfa". Nánar

Riffsprengjafeydingu_web

Svokölluð stefnuvirk sprengja var notuð við eyðinguna
Mynd EOD