Við gefum ekki afslátt af öryggi

  • Gasflutningaskip_TF_LIF_13022008

3. apríl 2009

Í mars sl. birtu flugstjórar Landhelgisgæslunnar faglegt mat sitt á getu flugdeildarinnar með tilliti til núverandi þyrlukosts, mönnunar og viðhalds. Erindi þetta var kynnt fjölmiðlum en þar er fjallað um drægni þyrlna miðað við mismunandi aðstæður og að gætt sé fyllsta öryggis. Mat flugstjóra Landhelgisgæslunnar gefur til kynna að þrátt fyrir samdrátt í rekstri flugdeildar er það ófrávíkjanlegt að enginn afsláttur verður gefinn á öryggismálum flugrekstrarins.

Landhelgisgæslan fagnar því að flugstjórar hafi með faglegum hætti tekið afstöðu til þess hver geta okkar er miðað við núverandi aðstæður. Sú ábyrgð sem lögð er á herðar flugstjóra er mikil en það er hans fyrsta og æðsta skylda að leggja mat á og taka ákvörðun um hvað hann gerir og hvert hann fer með áhöfn sína og loftfar hverju sinni. Fagleg viðmið þar um skipta sköpum.

Það flugrekstrarumhverfi sem Landhelgisgæslan starfar við byggir á JAR reglum sem eru flugöryggisreglur Evrópusambandsins. Þær reglur tryggja enn frekar að öryggisþátturinn sé hafður í hávegum óháð rekstrarlegu umhverfi. Það var mikið framfaraskref fyrir flugreksturinn að undirgangast JAR-reglur. Um það hefur frá upphafi ríkt fullkomin sátt meðal Landhelgisgæslunnar og annarra aðila sem að málinu koma, svo sem ráðuneyta og Flugmálastjórnar enda ekki öðru regluverki til að dreifa hér á landi. Það liggur í augum uppi að óvíða er meiri þörf fyrir öryggisreglur en í flugi því þegar öllu er á botninn hvolft er öryggið það sem mestu varðar.

Sp_togari

Veikur sjómaður sóttur um borð í togara

Gasflutningaskip_TF_LIF_13022008

Sigmaður TF-LÍF fer um borð í flutningaskipið Arctic Discoverer