TF-EIR í sjúkraflug NA af Hveravöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR var kölluð út í sjúkraflug um kl. 18:30 í kvöld. Beiðnin barst  frá skíðafólki  sem var staðsett við Dúfnunesfell sem er um 6 km. NA af Hveravöllum. Hafði maður úr hópnum  fengið aðsvif og sjóntruflanir, mat læknir á þyrluvakt Landhelgisgæslunnar að ekki væri ráðlegt að bíða með læknisaðstoð. Rúman hálftíma tók þyrluna að komast á staðinn og lenti hún við Borgarspítalann rétt fyrir kl. 20:00. 

Er þetta annað útkall þyrlunnar í dag en TF-EIR ásamt TF-GNA voru kallaðar út kl. 12:59 í dag þegar stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá fiskiskipinu Kristbjörgu HF-177 var vélarvana við Krísuvíkurbjarg.

040409/HBS