Forseti Íslands, forstjóri Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á Óðni við afhjúpun minnismerkis um sjómenn í Hull

Laugardagur 24. júní 2006.

Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhjúpaði minnismerki um sjómenn á Íslandsmiðum undanfarnar aldir í Hull í Englandi í gærmorgun. Var minnst sjómanna, bæði íslenskra og breskra, sem höfðu farist við Íslands strendur, einnig þeirra sem bjargað var og björgunarmanna þeirra. Minnisvarðinn er eftir Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara. Samsvarandi minnismerki verður afhjúpað í Vík í Mýrdal 30. júní næstkomandi.  Við sama tækifæri var þess minnst að 30 ár eru liðin frá lokum síðasta þorskastríðsins milli Íslendinga og Breta.

Athöfnin var liður í hátíðahöldum sem borgaryfirvöld í Hull efndu til og borgarstjórinn í Hull stýrði. Forstjóri Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Óðni tóku þátt í athöfninni.

Meðfylgjandi myndir tók Agnes Vala Oddsdóttir.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.


Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands við afhjúpunina. Varðskipið Óðinn í baksýn.


Viðstaddir að lokinni afhjúpun minnismerkisins.


Borgarstjórinn í Hull flytur ræðu.


Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt Steinunni Þórarinsdóttur myndhöggvara, borgarstjóranum í Hull, Georgi Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar og Pálma Jónssyni stýrimanni á varðskipinu Óðni auk erlendra gesta. Jón Árni Árnason bátsmaður á Óðni lengst til hægri.


Georg Kr. Lárusson forstjóri ásamt Sigurði Steinari Ketilssyni skipherra Óðni um borð í varðskipinu.


Varðskipið Óðinn fánum prýtt í höfninni í Hull.


Borgarstjórinn í Hull og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ræðast við að athöfn lokinni.


Minnismerkið um sjómenn við Íslands strendur komið á sinn stað.