TF-LÍF æfir notkun slökkviskjólu með slökkviliði Borgarbyggðar

  • slokkt_i_husi1

Mánudagur 20. apríl 2009

TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar tók um helgina þátt í viðamikilli slökkviliðsæfingu sem skipulögð var að slökkviliði Borgarbyggðar.

Fékk slökkvilið Borgarbyggðar til afnota íbúðarhúsið Fíflholt á Mýrum og æfð voru ýmis slökkvistörf. Eftir hádegi kom þyrlan á staðinn og hafði meðferðis svokallaða slökkvifötu sem rúmar tvö þúsund lítra af vatni og hengd er neðan í þyrluna. Vatninu er síðan gusað yfir logandi svæði eða mannvirki.

Slökkviskjóla þessi er ný hjá Landhelgisgæslunni og var keypt í kjölfar Mýraeldanna vorið 2006. Var áhöfn þyrlunnar og slökkviliðsmenn hjá Borgarbyggð sammála um að æfingin gekk vel og höfðu menn af henni mikið gagn.

slokkt_i_husi2

Gusað yfir húsið úr slökkviskjólunni

Slokkvi_Hus_thyrla

Slokkvist_TF-Lif_losar_ur_tunnunni,_slookvilidsmenn_filgjast_med

TF-LÍF að störfum, slökkviliðsmenn fylgjast með