Varðskipsnemar hjá Landhelgisgæslunni

Laugardagur 24. júní 2006

Landhelgisgæslan og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa samstarf um að veita 10. bekkingum í grunnskólum landsins tækifæri til að sigla með varðskipi og kynnast störfum um borð.  Allt sumarið eru því að jafnaði sex nemar um borð í hverju varðskipi og hver nemi fær að fara eina ferð.

Hjá Landhelgisgæslunni hefur nemunum verið vel tekið og vonast menn til að sumir þeirra skili sér til starfa hjá Landhelgisgæslunni þegar fram líða stundir. Nemarnir fá sérstakan fatnað og húfur sem gefur til kynna stöðu þeirra um borð.

Á meðfylgjandi myndum má sjá nema sem fóru með Halldóri Gunnlaugssyni skipherra á varðskipinu Ægi í síðustu ferð en þau tóku m.a. þátt í hátíðahöldunum á sjómannadaginn með áhöfninni á Ægi.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.


Frá vinstri eru Friðrik Höskuldsson yfirstýrimaður og varðskipsnemarnir Albert Þórir Guðlaugsson, Hrannar Már Ómarsson, Björgvin Vilbergsson, Gróa Lísa Ómarsdóttir og Anna Marta Þorsteinsdóttir en Halldór Gunnlaugsson skipherra er lengst til hægri.  Mynd: Vilhjálmur Óli Valsson 2. stýrimaður.


Hér er sami hópurinn með Vilhjálmi Óla Valssyni stýrimanni lengst til vinstri en Friðrik Höskuldsson yfirstýrimaður tók myndina.