Leikskólinn Víðivellir heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar

3. maí 2009

Hópur barna frá leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði heimsótti flugdeild Landhelgisgæslunnar í vikunni. Heimsóknin hófst í þeim hluta sem kallast flugumsjón þar sem þyrluáhafnir fara yfir þau verkefni og flug sem framundan eru. Þar fengu börnin einnig að sjá einkennisfatnað sem notaður er í fluginu og vakti það mikla lukku þegar þau fengu að prófa hjálma flugmanna.

Þá var haldið í flugskýlið þar sem skoðaðar voru þyrlur Landhelgisgæslunnar og sá búnaður sem þyrlunum fylgir. Í lok heimsóknarinnar var TF-EIR að fara í æfingaflug og fylgdust börnin spennt með þegar þyrlan var dregin úr skýlinu á flughlaðið. Greinilegt var að heimsóknin vakti mikla ánægju hjá þessu smávaxna flugáhugafólki.

030509/HBS

Vidivellir_flugskyli

Hópurinn við TF-EIR sem skömmu síðar fór í gæsluflug

Vidivellir_flugumsjon

Bjarni þjálfunarstjóri útskýrir flugumsjón fyrir börnunum

Vidivellir_flugumsjon2

Athyglin var fullkomlega til staðar.....

Vidivellir_hjalmur

Spennandi að prófa hjálminn.....