Yfirheyrslur vegna meintra brota færeysks togaraskipstjóra standa yfir hjá sýslumanninum á Eskifirði

Þriðjudagur 20. júní 2006

Rannsókn meintra brota skipstjórans á Sancy standa nú yfir hjá sýslumanninum á Eskifirði en þegar skipsskjöl og önnur gögn hafa verið rannsökuð og framburður skipstjórans metinn, verður fyrst hægt að taka ákvörðun um ákæru. Rannsóknin beinist meðal annars að því að kanna hvar afli skipsins var tekinn. Skipstjórnarmaður frá Landhelgisgæslunni, sem kom með Sancy til hafnar á Eskifirði í gær, aðstoðar lögregluna við rannsókn málsins.

Fleiri myndir hafa nú borist frá varðskipinu Óðni sem er á siglingu í blíðviðri á leið til Hull í Bretlandi.  Myndirnar tók Vala Agnes Oddsdóttir.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.


Sif flaug með tvo skipstjórnarmenn Landhelgisgæslunnar austur fyrir land þar sem þeir sigu niður í Óðinn og fóru síðan með léttbát yfir í Sancy.


Georg Kr. Lárusson forstjóri, Thorben Lund yfirstýrimaður og Sigurður Steinar Ketilsson skipherra að fara yfir stöðuna.


Skipstjórnarmenn frá Landhelgisgæslunni á leið yfir í Sancy til að leysa félaga sína úr áhöfn Óðins af.