Sjómenn til hamingju með daginn!

Sunnudagur 6. júní 2009

Í dag var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Landhelgisgæslan tók þátt í hátíðahöldunum með ýmsum hætti. Áhöfn varðskipsins Týs stóð heiðursvörð ásamt áhöfn norska varðskipsins Harstad við athöfn sem haldin var í Fossvogskirkjugarði við Fossvogskapellu í Fossvogskirkjugarði, Jón Árni Árnason bátsmaður og Rögnvaldur K. Úlfarsson háseti lögðu blómsveig að Minningaröldum Sjómannadagsins. Minnst var sérstaklega á að síðastliðið ár var hið fyrsta í Íslandssögunni sem engin fórst í sjávarháska.


Að athöfn lokinni var haldið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar og þaðan gengið í fylkingu að Dómkirkjunni þar sem sjómannamessa hófst kl. 11:00. Varðskipið Ægir var við bryggju á Flateyri og þyrlur Landhelgisgæslunnar sýndu björgun úr sjó á Húsavík, Grindavík, Akranesi., Patreksfirði og á Þingeyri. Slæmt skyggni var í Reykjavík og Hafnarfirði og voru því ekki hægt að framkvæma áætlaðar björgunaræfingar þar. Einnig var norska varðskipið með opið fyrir almenning og nýttu margir sér það boð enda er skipið nær systurskip íslenska varðskipsins Þórs sem er í smíðum í Chile og verður afhent á næsta ári. Um glæsilegt varðskip er að ræða sem mun sannarlega efla getu og búnað Landhelgisgæslunnar við eftirlits-, öryggis- og björgunarstörf á hafi úti.

Sjomannadagur2

Heiðursvörður við Minningaröldur Sjómannadagsins í Fossvogskirkjugarði

Sjomannadagur3
Gengið í fylkingu frá safnaðarheimili dómkirkjunnar að kirkjunni sjálfri en
þar var haldin sjómannaguðþjónusta. 

Sjomannadagur4

Gunnar Páll Baldursson og Teitur Gunnarsson sáu um ritningarlestur í sjómannaguðþjónustunni.  Biskup Íslands séra Karl Sigurbjörnsson og
séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur önnuðust guðþjónustuna.

Sjomannadagur5

Einar Örn Einarsson, stýrimaður söng  í athöfninni.

Sjomannadagur6þjó

Spjall fyrir utan Dómkirkjuna að lokinni guðþjónustu.