Varðskip kemur skútu til aðstoðar á Patreksfirði

Þriðjudagur 16. Júní 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun kl. 09:50 beiðni um aðstoð frá íslenskri skútu sem stödd var fyrir utan höfnina á Patreksfirði með bilaða vél og treysti sér ekki inní höfnina á seglunum. Óskaði skútan eftir aðstoð við að komast til hafnar.

Varðskip Landhelgisgæslunnar var í nágrenninu og var Springer léttabátur frá varðskipinu sendur af stað kl. 10:05 með 2. stýrimann og tvo háseta til aðstoðar skútunni. Um kl 1100 var skútan komin að bryggju Patreksfirði en um borð voru hjón í sumarleyfi.

Patreksfj_skuta

Patrekstfj_skuta2

Myndir Gunnar Örn Arnarson


160609/HBS