Stjórnstöð kallar út Sigurvin þegar bátur fékk í skrúfuna

Þriðjudagur 7. júlí 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk kl. 04:33 í morgun beiðni frá fiskibátnum Eddu sem var staddur að veiðum, með einn mann um borð, vestur af Sauðanesi eða um 7 mílur frá landi. Hafði báturinn fengið í skrúfuna og gat sig hvergi hrært. Engin hætta var á ferðum.

Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Sigurvin frá Siglufirði var kallað út í gegn um Neyðarlínuna. Fór Sigurvin frá Siglufirði kl. 05:00 og var kominn að bátnum kl. 05:47, tók hann bátinn í tog og var kominn með bátinn til Siglufjarðar kl. 07:20.

070709/HBS