Er skipsflakið í Faxaflóa breska olíuskipið Shirvan?

Fimmtudagur 20. ágúst 2009

Frásögn okkar í gær af hugsanlegu skipsflaki í Faxaflóa hefur valdið talsverðum vangaveltum en auk bandaríska varðskipsins USCGC Alexander Hamilton sem sökk á svæðinu árið 1942 er talið að lýsingin geti einnig átt við um breska olíuskipið Shirvan sem þann 10. nóvember 1944 varð fyrir sprengjuárás þýska kafbátsins U-300.

Shirvan var 6.017 tonna olíuskip, með 8050 tonn af gasolíu innanborðs en skipið var á leið í Hvalfjörð. Tundurskeyti þýska kafbátsins hitti Shirvan og varð skipið samstundis alelda. Farþegaskipið Goðafoss sigldi til bjargar og tókst þeim að bjarga öllum þeim nítján sem voru í áhöfn Shirvan en nokkir þeirra hlutu alvarleg brunasár. Goðafoss sigldi á fullri ferð til Reykjavíkur en aðeins einni klukkustund síðar varð Goðafoss einnig fyrir tundurskeyti frá þýska kafbátnum. Fórust fjöldamargir við árásins eða fjórtán úr áhöfn Goðafoss og tíu farþegar, þ.á.m. tvö börn. Einnig fórust allir nítján skipverjar Shirvan. Goðafoss var annað skipið sem varð fyrir árás þýska kafbátsins U-300 sem var undir stjórn Fritz Hein, yfirlautinants. Fleiri skip áttu eftir að verða fyrir árás kafbátsins þennan örlagaríka nóvemberdag 1944.

Nánar má lesa um atvikið á vísindavef Háskóla Íslands þar sem segir: „Í stað þess að halda strax á braut hélt kafbáturinn sig í nágrenninu, bæði til að tryggja að skipið sykki og í von um að koma skeytum sínum í fleiri fley. Sjá.

Shirvan rak um Faxaflóa en sökk ekki fyrr en 30 klst eftir árásina. Staðsetning olíunnar á Faxaflóa passar við þann punkt þar sem talið er að Shirvan hafi farið niður og passar stærðin á skipinu einnig við mælingar sjómælingabátsins Baldurs frá sl. viku.

200809/HBS