TF-LÍF sækir sjúkling um borð í skemmtiferðaskip

Miðvikudagur 2. September 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 10:55 beiðni um að þyrla Landhelgisgæslunnar yrði kölluð út vegna hjartatilfellis um borð í skemmtiferðaskipinu AIDA AURA sem statt var vestur af Stafnesi og stefndi fyrir Garðskaga. TF-LÍF fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 11:25 og var komið að skipinu kl. 11:40.

Sigmanni, lækni og sjúkrabörum var slakað um borð á efsta þilfar skipsins em sjúklingur var staðsettur á spítala skipsins þar sem hann hafði fengið fyrstu hjálp. Var honum komið fyrir á hífingabörum þyrlunnar. Kl. 12:09  var haldið á Reykjavíkurflugvöll þar sem lent var tíu mínútum síðar og var sjúklingur fluggur á Landspítalann með sjúkrabíl. 

Bjorgun_TFLIF
TF-LÍF yfir skemmtiferðaskipinu. Mynd Gudmundur St. Valdimarsson

20.02.2009/HBS