Valdimar loftskeytamaður heiðraður á sjómannadaginn

Mánudagur 12. júní 2006.

Valdimar Jónsson loftskeytamaður sem starfaði hjá Landhelgisgæslunni í 25 ár var heiðraður á Sjómannadaginn í gær. Hann starfaði hjá Landhelgisgæslunni frá 1960-1985.  Hann er ekki eingöngu þekktur fyrir störf sín sem loftskeytamaður því hann er afbragðs ljósmyndari og tók þúsundir mynda í starfi sínu hjá Landhelgisgæslunni.

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra gaf Landhelgisgæslunni myndasafn Valdimars Jónssonar á tölvutæku formi í tilefni af flutningi höfuðstöðva Landhelgisgæslunnar frá Seljavegi 32 í Björgunarmiðstöðina Skógarhlíð.

Sjá frétt um það á heimasíðunni á slóðinni:
/displayer.asp?cat_id=4&module_id=220&element_id=2708

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.


Valdimar á Sjómannadaginn. Myndina tók Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á varðskipinu Ægi.