Djúpköfun norður af Garðskaga

4. september 2009

Í vikunni var varðskip með tvo kafara Landhelgisgæslunnar til aðstoðar við djúpköfun norður af Garðskaga. Var köfunin vegna vinnslu heimildarmyndar um flutningaskipið Goðafoss sem sökkt var í síðari heimstyrjöldinni norður af Garðskaga, nánar tiltekið þann 10. nóvember 1944.

Flak skipsins hefur enn ekki fundist en gerð heimildamyndarinnar er nú á lokastigi.

Kofun_Gardskaga1

Jón Ársæll Þórðarson ræðir við kafarana áður en hafist er handa.

Kofun_Gardskaga2

Mikill búnaður sem fylgir leitar- og björgunarköfun á miklu dýpi.

Kofun_Gardskaga3

Jónas Þorvaldsson kafari undirbúinn fyrir djúpköfun. Einar H. Valsson skipherra fylgist með, en hann er sjálfur kafari.

Kofun_Gardskaga4

Köfunarbúrið híft út fyrir.

Kofun_Gardskaga5

Allir kafararnir klárir til ferðarinnar niður í djúpið

Kofun_Gardskaga6

Kafararnir hverfa ofan í djúpið

Kofun_Gardskaga6

Óskar Skúlason kafari í sambandi við kafarana í gegnum síma og myndavél.

Kofun_Gardskaga7

Kafarar í sjónum.

Myndir Guðmundur St. Valdimarsson.

040909/HBS