Þyrluútkall á Gígjökul

Föstudagur 4. september 2009

Stjórnstöð LHG barst kl. 14:23 beiðni um þyrlu frá lögreglunni á Hvolsvelli vegna slasaðrar konu á Gígjökli, (skriðjökul sem gengur N- úr Eyjafjalljökli). Einnig var björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli kölluð út. Útkall Alfa kl. 14:25, þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var að koma úr æfingu með Slysavarnarskóla sjómanna á Sundunum og kom strax inn til lendingar.

Þyrlan fór að nýju í loftið kl. 14:43 og lenti við slysstað kl. 1520, sjúklingur kominn um borð sex mínútum síðar. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl.15:56.

040909/HBS