Samningur undirritaður milli Landhelgisgæslunnar og Landspítalans háskólasjúkrahúss

Mánudagur 14. September 2009

Í dag var undirritaður samningur milli Landhelgisgæslu Íslands og
Slysa- og bráðasviðs Landspítala háskólasjúkrahúss um gagnkvæma þjálfun áhafna þyrlu Landhelgisgæslunnar og hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðasviði Landspítalans.

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítalans undirrituðu samninginn en einnig voru viðstödd  Jón Baldursson yfirlæknir og Bára Benediktsdóttir verkefnastjóri neyðarþjónustu slysa- og bráðadeildar Landspítalans, Thorben J. Lund, yfirstýrimaður og Walter Ehrat flugrekstrar- og flugstjóri Landhelgisgæslunnar. Samningurinn felst í að efla samstarf milli Landhelgisgæslunnar og Landspítalans, auka öryggi og efla þjálfun starfsmanna sem sinna flutningi á slösuðum og sjúkum með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Greiningarsveit bráðasviðs Landhelgisgæslunnar fær þjálfun í umgengni við þyrlur og sjúkraflutningamenn í áhöfnum LHG fá þjálfun á bráðasviði LSH. Samkomulagið hefur ekki sérstakan kostnað í för með sér.

LSH_undirr_samn

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítalans
og Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar undirrita samninginn.

Mynd HBS.

140909/HBS