Getur TF-SIF nýst til loftrýmisgæslu?

Yfirmenn öryggismála í utanríkisþjónustum Norðurlandaþjóðanna kynna sér fjölbreytta starfsemi Landhelgisgæslunnar og víðtækt samstarf hennar við nágrannaþjóðir.

  • Yfirmenn_oryggismala_Nordurlanda2

Mánudagur 26. október 2009

Yfirmenn öryggismála í utanríkisþjónustum allra Norðurlandanna sem staddir eru hér á landi vegna árlegs fundar þeirra, heimsóttu Landhelgisgæsluna sl. fimmtudag. Var tekið á móti yfirmönnunum í flugskýli Landhelgisgæslunnar þar sem þeir kynntu sér fjölbreytta starfsemi Landhelgisgæslunnar, tækjakost hennar og víðtækt samstarf við nágrannaþjóðir á ýmsum sviðum. Auðunn Friðrik Kristinsson yfirstýrimaður kynnti meðal annars TF-SIF, nýju eftirlits og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar.  Voru gestirnir sérlega áhugasamir um getu og möguleika TF-SIFJAR, bæði með tilliti til eftirlits og björgunar en einnig veltu þeir upp hugmyndum um möguleika á að nýta flugvélina til loftrýmisgæslu. 

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hópinn ásamt  Auðunni Friðrik Kristinssyni yfirstýrimanni (t.v.) og Halldóri B. Nellet framkvæmdastj. aðgerðasviðs (t.h.)

Yfirmenn_oryggismala_Nordurlanda2

TFSIF_1