Stýrimenn og flugvirkjar fá afhent skírteini vegna þjálfunar á Sif

  • Sif_syrim_Hopur2

Föstudagur 5. nóvember 2009

Í vikunni fengu stýrimenn og flugvirkjar hjá Landhelgisgæslunni afhent skýrteini vegna Dash- 8 þjálfunar á eftirlitsflugvélina Sif. Þjálfunin hefur staðið yfir frá því í ágúst og voru skírteinin afhent af
Earl Wilson, kennara frá fyrirtækinu L3 í Texas og var hann að vonum glaður með árangur síðastliðinna þriggja mánaða.

Þeir sem hafa lokið Dash – 8 þjálfuninni eru flugvirkjarnir
Jón Erlendsson, Ragnar Ingólfsson, Valdimar Einarsson, Sigurjón Sigurgeirsson, Reynir Brynjarsson, Sverrir Andreassen, Jón Tómas Vilhjálmsson og stýrimennirnir Auðunn F. Kristinsson, Friðrik Höskuldsson, Guðmundur Emil Sigurðsson, Vilhjálmur Óli Valsson og Hreggviður Símonarson.

Sif_Hopurinn_Halldor_Georg

Stýrimenn við afhendinguna.
Frá vinstri Halldór Nellett, framkv.stjóri Aðgerðasviðs, Guðmundur Emil Sigurðsson, stýrimaður, Hreggviður Símonarson, stýrimaður, Earl Wilson, kennari, Friðrik Höskuldsson stýrimaður, Vilhjálmur Óli Valsson, stýrimaður, Auðunn F. Kristinsson yfirstýrimaður ásamt Georg Kr. Lárussyni, forstjóri Landhelgisgæslunnar.