Ný lög um Landhelgisgæslu Íslands samþykkt á Alþingi

Laugardagur 3. júní 2006

Lög um Landhelgisgæslu Íslands voru samþykkt á Alþingi í dag.  Ferill þingmálsins er birtur á vef Alþingis en lögin hafa ekki verið birt þar enn.

Sjá feril málsins á slóðinni:
http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=132&mnr=694

Lögin öðlast gildi 1. júlí næstkomandi en í greinargerð með frumvarpinu segir:  

Lagt er til að lögin taki gildi 1. júlí 2006 en þann dag á Landhelgisgæsla Íslands 80 ára afmæli. Íslenska ríkið tók við rekstri björgunarskipsins Þórs 1. júlí 1926 af Björgunarfélagi Vestmannaeyja og hefur sá dagur verið valinn stofndagur Landhelgisgæslu Íslands.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.