Farmanna- og fiskimannasambandið heimsækir Landhelgisgæsluna

Mánudagur 30. nóvember 2009

Þrjátíu fulltrúar af þingi Farmanna- og fiskimannasambandsins heimsóttu nýverið Landhelgisgæsluna og kynntu sér starfsemi stjórnstöðvar, samhæfingarstöðvar auk nýjustu korta og mælinga sjómælingasviðs. Var að því loknu haldið í flugskýli LHG þar sem hópurinn fékk kynningu á þyrlum, flugvél og tölfræði sem tengist útköllum flugdeildar sl. 15 ár. Einnig var sprengju- og köfunardeild með búnað sinn til sýnis fyrir gestina.

Var hópurinn afar ánægður með heimsóknina enda gagnlegt fyrir þá að þekkja vel innviði Landhelgisgæslunnar sem hefur umsjón með fjareftirliti íslenskra skipa og báta og er auk þess sá aðili sem skiptuleggur og hefur yfirumsjón með leitar- og björgunaraðgerðum á íslenska hafsvæðinu. Ekki var síður gagnlegt fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar að hitta gestina og heyra þeirra sjónarmið á málefnum Landhelgisgæslunnar.

FFSIStjornstod
Tækjabúnaður stjórnstöðvar vakti mikla athygli gesta

FFSISamhaefmidst

Ásgrímur L. Ásgrímsson yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar
útskýrir starfsemi samhæfingarstöðvarinnar

FFSISjokort

Árni Þór Vésteinsson og Niels B. Finsen kynntu nýjustu kort og mælingar
hjá Sjómælingasviði

FFSI_EOD
Búnaður sprengjudeildar var til sýnis

FFSISIF
Friðrik Höskuldsson stýrimaður í Sif kynnti tæknibúnað vélarinnar,
eitthvað vakti greinilega kátínu viðstaddra

FFSIFlugsk1
Benóný Ásgrímsson, flugstjóri, Magnús Örn Einarsson sigmaður/stýrimaður
og Reynir G. Brynjarsson spilmaður/flugvirki útskýrðu búnað og helstu 
staðreyndir sem tengjast þyrlum Landhelgisgæslunnar

FFSITolfraedi

Thorben J. Lund yfirstýrimaður fór yfir tölfræði flugdeildar árin 1995-2008