Sprengjusveit kölluð út vegna grunsamlegs farangurs um borð í farþegaflugvél

26. Desember 2009

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:10 í dag eftir að stjórnstöð barst tilkynning um grunsamlegan farangur um borð í farþegaflugvél Lufthansa á flugleiðinni frá Frankfurt til Bandaríkjanna. Var lending flugvélarinnar áætluð á Keflavíkurflugvelli kl. 16:30. Eftir samráð við sérsveit Ríkislögreglustjóra hélt sprengjusveitin til Keflavíkur til aðstoðar.

Farið var yfir farangur flugvélarinnar og taska fjarlægð. Var hún gegnumlýst og innihald hennar skoðað gaumgæfilega. Barst stjórnstöð kl. 17:51 tilkynning frá sprengjusveit sem tilkynnti að búið sé að leita í töskunni og fannst ekkert óeðlilegt.


Vélmenni sprengjusveitar sem notað er við leit