Varðskip og þyrla æfa notkun dælubúnaðar fyrir þyrlueldsneyti

Föstudagur 8. janúar 2010

Undanfarið hafa varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar æft notkun þyrlueldsneytis búnaðar (HIFR), en með notkun hans er mögulegt fyrir varðskip að gefa þyrlum á flugi eldsneyti. Slíkt er afar mikilvægt þegar verið er í aðgerðum og langt er fyrir þyrlu að sækja eldsneyti. Um borð í varðskipinu geta verið 2500 lítrar eldsneytis.

Áfyllingin gengur þannig fyrir sig;
Þyrla tilkynnir um að hún þurfi á eldsneyti að halda frá skipinu. Áhöfn skipsins gerir klárt fyrir eldsneytis afhendingu með því að : A) slangan er tekin upp á þyrluþilfar og lögð niður í buktum og síðan tengd við bakrennsil til eldsneytistanks. B) dælustöðin gangsett og eldsneytinu hringrásað í 15 mín. C) nú er allt tilbúið til að taka á móti þyrlunni · Þyrlan kemur yfir skipið á bakborða og halda bæði þyrla og skip stefnu upp í vind. · Þyrlan slakar niður spilvírnum og slönguendinn ásamt jarðbindivír er tengdur við og hífður upp í þyrluna. · Spilmaður tengir nú jarðbindivírinn við þar til gerðan punkt í þyrlunni og slönguna við áfyllistút á þyrlunni, gefur síðan merki til dekkstjóra skipsins að hefja dælingu. · Þegar nægt magn er komið á þyrluna gefur spilmaður merki til dekkstjóra um að stöðva dælingu og aftengir síðan áfylli stútin og jarðbindivírinn og slakar honum niður á þilfar skipsins. · Slangan og jarðbindivírinn aftengd frá spilvírnum og aðgerðinni lokið.

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru af Guðmundi St. Valdimarssyni á æfingunni má sjá myndir af Líf koma með öldumælidufl og varahluti fyrir veðurstöð sem flutt var í varðskipið fyrir æfingu. Eftir eldsneytisáfyllingaræfinguna var tekin hefðbundin björgunaræfing, björgun manna af skipi, úr björgunarbát og úr sjó.

AegirIMG_1776
Rafn Sigurðsson og Gunnar Kristjánsson hásetar en þeir voru brunaverðir á æfingunni.
©Guðmundur St. Valdimarsson

AegirIMG_1791
Líf kemur yfir þyrluþilfar varðskipsins.

AegirIMG_1795
Búið að taka á móti tengilínunni. ©Guðmundur St. Valdimarsson

AegirIMG_1799
Öldumæliduflið á leið niður.
©Guðmundur St. Valdimarsson

AegirIMG_1802
Frá vinstri Linda Ólafsdóttir, Andri Már Johnsen og Baldur Árnason hásetar með öldumæliduflið.©Guðmundur St. Valdimarsson

AegirIMG_1804
Óskar Á Skúlason háseti festir spilvír þyrlunar í áfyllingarslönguna. Birgir H. Björnsson yfirstýrimaður fylgist með.©Guðmundur St. Valdimarsson

AegirIMG_1806
Áhöfnin á Líf hífir slönguna til sín.
©Guðmundur St. Valdimarsson

AegirIMG_1810
Slangan kominn upp.
©Guðmundur St. Valdimarsson

AegirIMG_1811
Slangan að verða klár til tengingar við þyrluna.
©Guðmundur St. Valdimarsson

AegirIMG_1818
Teitur Gunnarsson 3. stýrimaður sér um dælinguna frá skipinu með fjarstýringu.
©Guðmundur St. Valdimarsson

AegirIMG_1830
Slangan tengd og allt klárt til að dæla.
©Guðmundur St. Valdimarsson