Fjöldi norskra skipa við loðnuveiðar A- og SA af landinu

Þriðjudagur 2. febrúar 2010

Síðastliðinn sólarhring hefur norski loðnuflotinn raðað sér upp við lögsögumörkin og er á leið til loðnuveiða A- og SA af landinu en fyrir helgi komu út nýjar reglugerðir um loðnuveiðar íslenskra og erlendra skipa á vetrarvertíð 2010. Eftirlitsflugvélin Sif flaug yfir svæðið í gærkvöldi framhjá straumi norskra skipa á leið inn í lögsögu Íslands. Voru þá 22 norsk loðnuskip komin á svæðið, reyndust öll skipin vera á veiðileyfislista. Loðnuskipunum er heimilt að hefja veiðar strax samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins.

Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar eru alls 79 norsk skip komin með leyfi til að veiða á þessari vertíð en 25 skip geta verið við veiðar á sama tíma en Norðmenn hafa samtals leyfi til að veiða 28.431 lest, íslensku skipin 90.779 lestir, Færeyingar 6500 og Grænlendingar 4290 lestir. Hafa Norðmenn leyfi til að stunda veiðar frá 1.-15. febrúar 2010. Varðskip LHG mun einnig hafa eftirlit með veiðum skipanna og kanna afla, veiðarfæri og fleira.

Lodnuskip_CatchViewer020210
Staðsetningar norsku loðnuskipanna, sjá stærri mynd

Norsk_lodnuskip2

Úr eftirlitsbúnaði Sifjar, myndirnar sýna aflestur í 1000 ft. til 3000 ft.

Norsk_lodnuskip3

Eftirlitsbúnaði Sifjar