Varðskipið TÝR heimsækir Grímeyinga

Þriðjudagur 9. febrúar 2010

Mannfjöldi í Grímsey óx um heil 20% þriðjudaginn 9. febrúar þegar varðskipið TÝR lagðist þar að bryggju. Við það tækifæri komu öll grunn- og leikskólabörn eyjarinnar ásamt kennurum í heimsókn um borð. Farið var um skipið í fylgd skipverja sem fræddu gestina um skipið og búnað þess.

Eftir að hafa sleppt landfestum og siglt út fyrir höfnina var boðið upp á hressingu og svo bátsferð í land með einum af léttbátum skipsins. Ekki var annað að sjá en Grímseyingum hafi litist vel á varðskipið og allir hafi farið glaðir og sáttir.

Myndir Jón Kr. Friðgeirsson bryti ofl. úr áhöfn TÝS

VardskipGrimsey1
Hluti Grímseyinga á leið í land.

Vardskip2
Fannar Freyr Sveinsson háseti gætir ungra Grímseyinga

Vardskip3
Yngsti gesturinn var 19 mánaða gamall.

Vardskip4
Varðskipið að leggjast að bryggju í Grímsey.

Vardskip5
Páll Geirdal skipherra á tali við Þorlák Sigurðsson og Bjarna Magnússon fyrrv. hreppstjóra.

Vardskip6
V/S TÝR við bryggju í Grímsey.

Vardskip7
Binda svona!

Vardskip8
Börnin í Grímsey ásamt skipherranum.

Vardskip9
Allir klárir í bátana.