Ægir með brimlendingaræfingar.

Mánudagur 22. febrúar 2010

Björgunaraðgerðir eiga sér sjaldnast stað í sléttum sjó, því er nauðsynlegt að æfa þær við erfiðar aðstæður. Það gerði áhöfnin á Ægi fyrir skemmstu en markmið æfinganna er að menn þekki réttu handtökin, þekki bát og búnað, áhöfn bátsins og síðast en ekki síst eigin takmörk. Að lenda bát í brimfjöru er alvöru mál og margt sem hafa þarf í huga. Það er einnig vandasamt að koma bát út úr slíkri fjöru. Ekki margt þarf að bregða útaf svo menn missi stjórn á aðstæðum. Æfingarnar fara fram undir stjórn og leiðsögn þrautþjálfaðra manna og öryggisbátur alltaf með í för. Æfingar þessar þykja hin mesta skemmtun og koma blóðinu aðeins á hreyfingu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af Guðmundi St. Valdimarssyni og sýna þær það sem æft var. Sú fjara sem fyrir valinu varð bauð upp á öll stig æfingarinnar, allt frá sléttum sjó upp í krappar öldur.

Myndaserían heitir Brimlending.

Brimlending

Brimlending
Báturinn lendir í fjörunni. Honum er strax snúið með stafninn upp í ölduna og haldið þannig.

Brimlending_(1)

Brimlending 1
Sér í áhöfnina á bak við ölduna sem er að vinda sig upp framan við bátinn

 Brimlending_(2)

Brimlending 2
Brotið skellur á bátnum.

 Brimlending_(3)

Brimlending 3
Báturinn lyftir sér upp á ölduna og honum er haldið uppí

 Brimlending_(4)

Brimlending 4
Báturinn kominn af stað úr fjörunni,

 Brimlending_(5)

Brimlending 5
En þá þarf ekki endilega allt að vera búið, hérna er ekki um neitt annað að ræða en að halda áfram

 Brimlending_(6)

Brimlending 6
Upp á ölduna

 Brimlending_(7)

Brimlending 7
Það eru átök við að fara í gegn

 Brimlending_(8)

Brimlending 8
Láta svo vaða í gegn um ölduna

 Brimlending_(9)

Brimlending 9
Hérna hafa allir hent sér fremst í bátinn svo ekki fari hann yfir sig.

 Brimlending_(10)

Brimlending 10
Þeim félögum leiddist þetta nú ekki. Í áhöfn bátsins voru í þessari ferð. Óskar Skúlason bátstjórnandi, Guðmundur Ragnar Magnússon, Gunnar Kristjánsson, Sævar Magnússon og Snorre Grail.

Myndir og texti Guðmundur St. Valdimarsson