Starfsmenn LHG komnir í rútu á leið til Santiago

Þriðjudagur 2. mars 2010

Nýjustu fréttir af Ragnari Ingólfssyni og Unnþóri Torfasyni í Chile bárust fyrir skömmu. Þeir eru nú komnir í rútu á leið til Santiago og eru í fínum málum. Hópurinn ákvað að skipta um samastað í gærkvöldi og færði sig yfir í íbúðina sem Danirnir hafa til umráða en hún er í góðu hverfi í útjaðri Concepcion. Þar var komið á rafmagn og nokkuð gott símasamband þannig að hægt var að spjalla við Ragnar dágóða stund og koma ýmsum gagnlegum upplýsingum á framfæri.

Enn eru talsverðar óeirðir í gangi en þeir eru ekki í hættu. Eins og staðan er núna er sett á útgöngubann í Concepcion frá sjö á kvöldin (tíu að íslenskum tíma) og til hádegis næsta dag (þrjú hér).

En sem sagt, eru á leið til Santiago og þar verða þeir ekki í vandræðum með að finna húsaskjól enda allnokkrir þar búnir að bjóða fram aðstoð sína.