Æfing Ægis með þyrlubjörgunarþjónustunni í Færeyjum

Fimmtudagur 4. mars 2010

Nýverið æfði áhöfn varðskipsins Ægis sjóbjörgun með þyrlu Atlantic Airways OY-HSR, en þeir sjá um björgunarstörf sem unnin eru með þyrlum í Færeyjum. Áhöfn þyrlunnar ásamt stjórnendum frá Atlantic Airways komu um borð í Ægi fyrr um daginn skoðuðu skipið og kynntu sér aðstæður. Þá fengu gestirnir upplýsingar um hvernig staðið er að æfingum og hífingum með þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Æfingin var skipulögð með Einari H. Valssyni, skipherra og fór hún fram síðar um daginn suður af Vaagö. Æfð var ein hífing á miðsíðu og tveir menn hífðir úr sjó með sigmanni. Þeim var svo skilað aftur á þyrlupallinn að æfingu lokinni sem tókst mjög vel.

IAegirIMGP0336
MGP0336 Sigmaður OY-HSR á leið niður á miðsíðu Ægis

AegirIMGP0358
OY-HSR flýgur yfir öryggisbátinn Guðmundur R. Magnússon er við stjórn bátsins.

AegirIMGP0410
OY-HSR Hífir mann úr sjó.

AegirIMGP0416

IMGP0416 Sigmaðurinn að vinna í að ná manni úr sjó.

AegirIMGP0429
Mennirnir að koma upp í OY-HSR

AegirIMGP0467

IMGP0467 Mönnunum skilað niður á pallinn aftur

GSVIMGP0483
OY-HSR heldur til síns heima að æfingu lokinni.

AegirIMGP0489

Ægir heldur heim á leið að æfingu lokinni.

Myndir og myndtexti Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður.