Útkall vegna fiskibáts á Skerjafirði

  • AsgrimurSBjornsson

Fimmtudagur 18. mars 2010

Varðstjórar Landhelgisgæslunnar urðu í fjareftirlitskerfum vaktstöðvar siglinga varir við óvenjulega siglingu fiskibáts kl. 16:37.Var báturinn staðsettur á Skerjafirði. Höfðu þeir samband við bátinn og kom þá í ljós að hann var stýrislaus en með vélarafl. Í framhaldinu voru björgunarskipin Ásgrímur S. Björnsson og Einar Sigurjónsson ásamt Gróu P. ásamt björgunarbátunum Fiskakletti frá Hafnarfirði ræst út.

Björgunarbáturinn Fiskaklettur fór frá Hafnarfirði innan 10 mínútna frá útkalli og var kominn að fiskibátnum kl. 17:08, eða um 23 mínútum eftir útkall, kom Gróa P. á staðinn skömmu síðar. Var þá afturkölluð aðstoðarbeiðni Ásgríms S. Björnssonar og Einars Sigurjónssonar. Fiskaklettur dró síðan bátinn til hafnar í Kópavogi.