TF-EIR kölluð út vegna slyss á fjórhjóli

  • EIR

Þriðjudagur 11. maí 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR var kölluð út kl 20:34 í gærkvöldi eftir að aðstoðarbeiðni barst frá lækni á Hvammstanga vegna slasaðs manns sem hafði kastast af fjórhjóli. Var maðurinn slasaður á vinstri síðu og ummerki um innvortis áverka.

Að höfðu samráði við þyrlulækni Landhelgisgæslunnar var þyrlan kölluð út.

TF-EIR fór í loftið 21:13 og lenti rétt utan við Hvammstanga kl 21:55.  Þar biðu sjúkraflutningsmenn og lögregla með sjúkling tilbúinn til flutnings. 

TFEIR fór í loftið aftur 22:02 og lenti við Borgarspítala 22:39.