TF-GNA sækir mann sem féll við klifur í Esju

Sunnudagur 16.maí 2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:43 beiðni um aðstoð þyrlu eftir að maður féll 5-6 metra í vestanverðri Esju, við Heljaregg.  
Um er að ræða vinsælt klifursvæði og var maðurinn þar við klifur ásamt tveimur félögum sínum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA fór í loftið kl. 15:09. Þar sem ekki var möguleiki að nota börur, seig  sigmaður niður með lykkju og hífði þann slasaði upp. Lent var við Borgarspítala  kl. 15:35.

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi voru einnig kallaðar út  sem og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.