Landhelgisgæslan tók þátt í sjómannadeginum með ýmsum hætti

  • 06062010EIRSkorradalsvatn2

Mánudagur 7. júní 2010

Sjómannadagshelgin var haldin hátíðleg víða um land með samkomum við allra hæfi. Hátíð hafsins hófst í Reykjavík á laugardagsmorgun þegar varðskipið Týr sigldi inn í Reykjavíkurhöfn og flautaði inn hátíðina með öðrum skipum í höfninni.

2010-06-06,_Minning_a

Athöfnin í Fossvogskirkjugarði;
Skipherra FS Latouche-Treville, fulltrúar franska sendiráðsins,
Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á v/s TÝR, Þórunn J. Hafstein,
ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra
ásamt Guðmundi Hallvarðssyni, formanni Sjómannadagsráðs.


Landhelgisgæslan tók þátt í hátíðahöldunum með ýmsum hætti en hápunktur helgarinnar var heiðursvörður áhafnar varðskipsins Týs með áhöfn franska tundurspillirsins FS Latouche-Treville við athöfn í Fossvogskirkjugarði að morgni Sjómannadagsins þar sem Jón Árni Árnason bátsmaður og Teitur Gunnarsson, stýrimaður lögðu blómsveig að Minningaröldum Sjómannadagsins.

2010-06-06,_Hjalmar
Sr. Hjálmar Jónsson fer með minningarorð

Að athöfn lokinni var haldið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar og þaðan gengið í fylkingu að Dómkirkjunni þar sem sjómannamessa hófst kl. 11:00. Sr. Hjálmar Jónsson predikaði og minnist drukknaðra sjómanna. Sr. Þorvaldur Víðisson miðborgarprestur þjónaði fyrir altari. Meðal gesta var forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, Jón Kr. Friðgeirsson, bryti og Gunnar Pálsson,
lásu upp úr ritningunni.

2010-06-06,_Minning_d
Látnum sjómönnum vottuð virðing við minningaröldurnar í Fossvogskirkjugarði


Að venju lásu starfsmenn Landhelgisgæslunnar einnig upp í sjómannamessu að Hrafnistu í Reykjavík. Að þessu sinni voru það þeir Jón Páll Ásgeirsson, stýrimaður og Guðmundur Emil Sigurðsson, stýrimaður.

2010-06-06,_minning_k
Sjóliðar af frönsku freigátunni FS Latouche-Treville lögðu blómsveig að
minningaröldum sjómanna í Fossvogskirkjugarði.

2010-06-06,_Forseti_og_Steinar
Sigurður Steinar Ketilsson skipherra nælir merki sjómannadagins í barm
Forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.


2010-06-06,_Gengid_til_kirkju
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar ganga fylktu liði í Dómkirkjuna.

Þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku einnig þátt í hátíðarhöldum víða um land með sýningum á Þingeyri, í Bolungarvík,  við Skorradalsvatn, í Hafnarfirði, Grindavík og Reykjavíkurhöfn þar gestir fengu sýnishorn af aðferðum sem notaðar eru við sjóbjörgun. Á Þingeyri var þyrlunni lent og vélin sýnd heimamönnum. Var áhöfn þyrlunnar síðan boðið í dýrindis kaffihlaðborð, þeim til mikillar ánægju.

06062010EIRSkorradalsvatn2

06062010EIRSkorradalsvatn1
Frá sýningunni í Skorradalsvatni sem var í umsjón björgunarsveitanna á svæðinu.

Einnig tók Landhelgisgæslan þátt í 15 liða sjómannafótboltamóti sem fram fór á Þróttar vellinum í Laugardal og lentu þar í þriðja sæti.

Að sögn aðstandenda Sjómannasafnsins hefur aðsóknin sjaldan verið meiri en nú um helgina í varðskipið Óðinn sem nú er hluti af sjómannasafninu við Grandagarð.

Myndir Jón Páll Ásgeirsson og Björgunarsveitin Ok.