Á tveimur klukkustundum fóru um 400 skip og bátar á sjó

  • Stjornstod2

Þriðjudagur 8. júní 2010

Í morgun kl. 09:00 voru alls 920 skip og bátar í fjareftirlitskerfum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og fer sjósókn vaxandi. Á tveimur klukkustundum, eða á tímabilinu frá kl. 07:00-09:00, fóru samtals 400 bátar á sjó.

Þegar slíkir toppar ganga yfir verður álagið mikið á varðstjórum stjórnstöðvarinnar en öllum bátum sem stunda strandveiðar er skylt að tilkynna sig úr og í höfn. Má því reikna með að síðdegis verði svipaður toppur, þegar bátarnir snúa að nýju til hafnar og melda sig inn.

Eru sjómenn beðnir um að sýna biðlund og kalla að nýju ef varðstjórar ná ekki að taka strax á móti tilkynningu þeirra.

Mynd úr stjórnstöð LHG.