Lið Landhelgisgæslunnar náði 2. sæti í firmakeppni Bláalónsþrautarinnar

  • Hjol

Sunnudagur 13. júní 2010

Landhelgisgæslan náði í dag 2. sæti í firmakeppni Bláalónsþrautar Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Frábær árangur hjá liðsmönnunum þremur, þeim Bjarna Ágústi Sigurðssyni, flugverndarstjóra flugrekstrardeildar, Höskuldi Ólafssyni, tæknistjóra flugtæknideildar og Jens Þór Sigurðssyni, flugmanni sem hjóluðu samtals 180 km í keppninni en ræst var frá Strandgötu í Hafnarfirði kl. 10:00 í morgun. Alls tóku 350 manns þátt í Bláalónsþrautinni að þessu sinni.

Innilega til hamingju með árangurinn!

Mynd HFR