TF-GNA í sjúkraflug 120 sml NV af Garðskaga

  • BBC_sigid

Laugardagur 3. júlí 2010

Landhelgisgæslunni barst í morgun aðstoðarbeiðni frá skipinu Jóhönnu Gísladóttur vegna skipverja með brjóstverk. Skipið var statt um 120 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. TF-GNA fór í loftið kl. 1120 og sigldi skipið á fullri ferð á móti þyrlunni sem kom að að skipinu kl. 12:20. Þar sem TF-LIF er í skoðun var beðið um „backup“ frá þyrlu danska varðskipsins Vædderen sem statt er á Ísafjarðardjúpi.

Áætlað er að TF-GNA lendi á Reykjavíkurflugvelli kl. 13:35 þar sem sjúkrabifreið tekur á móti sjúklingnum.