Færeyskum línubáti fylgt til hafnar á Djúpavogi

Föstudagur 1. október 2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:19 á föstudag tilkynning frá færeyska línubátnum Polarstjörnan/XPYS um að báturinn sé með laskað stýri um 16 sml SA af Ingólfshöfða, var stjórn bátsins takmörkuð en sögðust geta keyrt hæga ferð. Skipinu var beint til Hornafjarðar en vegna versnandi veðurs og sjólags töldu hafnsögumenn á Hornafirði ekki mögulegt að taka skip með takmarkaða stjórnhæfni inn í höfnina þar sem búast mátti við mikilli ölduhæð og sjó þegar liði á kvöldið og nóttina. Skipið hélt því til Djúpavogs í fylgd Ingibjargar, björgunarskips Slysavarnarfélagsins Landsbjargarmeð á Höfn. Komu skipin að bryggju á Djúpavogi kl. 04:34 aðfaranótt laugardags.