Ægir sækir vélarvana bát suður af Látrabjargi

  • AegirIMGP0489

Þriðjudagur 23. nóvember 2010

Varðskipið Ægir dró í nótt bátinn Guðrúnu BA 127 til hafnar á Rifi eftir að hann varð vélarvana um 4 sjómílur SSV af Látrabjargi rétt eftir miðnætti. Kom Ægir með bátinn að bryggju á Rifi um kl. 09:00 í morgun.

Guðrún BA 127 hafði samband við Landhelgisgæsluna kl. 00:46 í nótt vegna bilunar sem varð vegna olíuleka. Ekki var hægt að sinna viðgerð á sjó og óskaði því báturinn því eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Engin hætta var á ferðum,  enda veður gott á þessum slóðum. Var Ægir kallaður til aðstoðar og byrjaði hann að draga Guðrúnu BA 127 kl. 03:45 en eins og fyrr segir var báturinn kominn að bryggju á Rifi kl. 09:00 í morgun.