Komu í veg fyrir að bátur strandaði

Mánudagur 29. nóvember 2010

Varðstjórum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar tókst í vikunni sem leið að koma í veg fyrir að bátur á landleið strandaði á Lönguskerjum*. Kölluðu varðstjórar í bátinn til að aðvara hann og leiðbeindu honum síðan frá skerjunum. Skipstjóri bátsins kom um helgina í heimsókn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar en þá voru sömu varðstjórar á vaktinni. Þakkaði hann þeim innilega fyrir aðstoðina en „plotter“ bátsins bilaði í sjóferðinni.

Mál sem þetta er alls ekki einsdæmi og farsæl málalok má fyrst og fremst rekja til árvekni varðstjóra Landhelgisgæslunnar.

*Löngusker eru allstór sker vestarlega í Skerjafirði í Reykjavík, beint fyrir norðan Álftanes.