Aðventuhlaup fór fram í dag

  • Adventhlaup2010IMG_0864

Föstudagur 3. desember 2010

Hið árlega aðventuhlaup Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fór fram í dag. Alls tóku 55 starfsmenn björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð og makar þeirra þátt í hlaupinu. Tvær vegalengdir vori í boði, 7 km flugvallarhringur og 3 km Nauthólsvíkurhringur. Í björgunarmiðstöðinni starfa slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslan, almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, Neyðarlínan og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Sigurvegarar í 7 km hlaupi karla voru Már Þórarinsson hjá LHG sem hljóp á 29,03, í 2. sæti var Jón Erlendsson hjá LHG sem hljóp á 31:19 og í 3. sæti var Þorsteinn Karlsson hjá SHS sem hljóp á 33:00.

Í 7 km hlaupi kvenna sigraði Íris Long hjá SHS á tímanum 34:36, í 2. sæti var Berglind Jónsdóttir LHG á 36:00 og í 3. sæti Sólveig Þórarinsdóttir hjá LHG á tímanum 36:55.

Sigurvegarar í 3 km hlaupi karla voru Marvin Ingólfsson hjá LHG sem hljóp á 12:50, í 2. sæti var Kristján B. Arnar hjá LHG sem hljóp á 13:52 og í 3. sæti var Salvar Geir Guðgeirsson hjá Neyðarlínunni  sem hljóp á 33:00.

Í 3 km hlaupi kvenna sigraði Guðbjörg  Jónsdóttir  hjá Neyðarlínunni  á tímanum 15:57, í 2. sæti var Hrafnhildur B. Stefánsdóttir  LHG á 18:49 og í 3. sæti  Svanhildur Sverrisdóttir hjá LHG á tímanum 20:35.

Stjórnendur og yfirskipuleggjendur hlaupsins voru Elías Níelsson hjá SHS, Marvin Ingólfsson hjá LHG og Sigurður Ásgrímsson hjá LHG.

 

Adventhlaup2010IMG_0819

Hlaupið að hefjast

Adventhlaup2010IMG_0841

Már Þórarinsson kemur fyrstur í mark eftir 7 kílómetrana

Adventhlaup2010IMG_0830
Kristján B. Arnar kom annar í mark

Adventhlaup2010IMG_0861
Þrjár fræknar eftir 7 kílómetranaAdventhlaup2010IMG_0850
Villi stýrimaður og Berglind kona hans komu saman í mark

Adventhlaup2010IMG_0814
Ýmsar kynjaskepnur tóku þátt

Adventhlaup2010IMG_0829
Marvin lenti í 1. sæti eftir 3. kílómetra.  Mælir ekki með að hlaupa með spena :-)

Adventhlaup2010IMG_0839
Hvíld og teygjur að loknu hlaupi