TF-LÍF í bráðaflutning til Stykkishólms

  • LIF_borur

Mánudagur 6. desember 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 18:30 í kvöld eftir að læknir í Stykkishólmi óskaði eftir aðstoð þyrlunnar við að flytja slasaðan dreng á spítala í Reykjavík.

TF-LÍF fór í loftið frá Reykjavík kl. 18:44 og lenti á flugvellinum við Stykkishólm kl. 19:17, þar sem sjúkrabifreið beið með drenginn ásamt móður sinni. Var drengurinn fluttur um borð í þyrluna og fór hún að nýju í loftið kl. 19:26. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 19:59.