Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan ökumann á sjúkrahús

Beiðni um útkall þyrlu barst kl. 19:23 í gærkvöldi vegna bílslyss sem varð í Langadal vestan við Húnaver. Með í flugið komu þrír menn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Farið var í loftið kl. 19:54 og haldið í hæð norður og stefnt beint á slysstað, á leiðinni barst beiðni um að hinn slasaði yrði sóttur á Blönduósflugvöll þar sem lent var kl. 20:44.  Farið var að nýju í loftið kl. 21:08 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 22:02. Að sögn þyrluáhafnar var þáttur starfsmanna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ómetanlegur og kunna þeir þeim bestu þakkir fyrir samvinnuna.