Lávarðadeildin heimsækir forstjórann

Föstudagur 28. apríl 2006.

Þeir skipstjórnarmenn sem vilja eiga kost á að starfa sem skipherrar hjá Landhelgisgæslunni þurfa að taka svokallaða varðskipadeild eða 4. stig á skipstjórnarsviði Fjöltækniskólans. Í gegnum árin hefur þetta stig verið kallað Lávarðadeildin eða Lordinn.

Lávarðarnir eru um þessar mundir að klára síðustu tímana í skólanum og prófin framundan. Námið er fyrst og fremst foringjamenntun fyrir skipstjórnarmenn Landhelgisgæslunnar. Kennd er leit og björgun, löggæslufræði, lögfræði, hafréttur, tjáning, skýrslugerð, þjónustusiðir, enska, sjómælingar og fleira.

Í dag litu Lávarðarnir við hjá Georgi Kr. Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar og gáfu honum könnu með skjaldarmerki deildarinnar og áletruninni ,,Lordinn" eins og vera ber.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.


Á myndinni eru Pálmi Jónsson, Guðmundur Rúnar Jónsson og Jón Páll Ásgeirsson skipstjórnarmenn hjá Landhelgisgæslunni, Andri Leifsson, Pétur Pétursson og Arnar Páll Ágústsson, þá Gunnar Örn Arnarson skipstjórnarmaður hjá LHG, Kristján Þ. Jónsson framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs LHG, Georg Kr. Lárusson forstjóri og Thorben Jósef Lund skipstjórnarmaður hjá LHG. Kristján og Thorben sjá jafnframt um hluta kennslunnar á 4. stigi. Mynd: DS.


Pálmi Jónsson afhenti Georgi Kr. Lárussyni könnuna fyrir hönd Lávarðanna og hélt stutta tölu af því tilefni
. Mynd: Jón Páll Ásgeirsson.