Öryggislending í Keflavík tókst vel

Landhelgisgæsla Íslands sem nýlega tók við ábyrgð á leitar og björgunaraðgerðum vegna loftfara, virkjaði kl. 12:20 samhæfingarstöð almannavarna í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð eftir að flugvél Air France hafði samband við Isavia og lýsti yfir að vegna veikinda flugstjóra væri lýst yfir hættuástandi um borð. Einnig var virkjuð viðbragðsáætlun flugslysa fyrir Keflavíkurflugvöll. Var flugvélin á leið frá París til New York með 232 farþega um borð.  Skip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á SV- horni landsins voru kölluð út ásamt þyrlum Landhelgisgæslunnar. Einnig kallaði Landhelgisgæslan út á neyðarrás til skipa og báta á flugleiðinni og voru þau beðin um að vera í viðbragðsstöðu. Lenti flugvélin síðan heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli kl. 13:16.
Landhelgisgæsla  Íslands
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra
.