Mikið traust til Landhelgisgæslunnar

  • Thyrlubjorgun_skip

Þriðjudagur 22. febrúar 2011

Landhelgisgæslan nýtur traust 89% landsmanna samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup sem kom út í vikunni. Í ár tóku 97% aðspurðra afstöðu til könnunarinnar og dreifist traustið nokkuð jafnt á milli kynja. Fyrir ári síðan mælist traust landsmanna til Landhelgisgæslunnar 85%.

Landhelgisgæslan var nú í fyrsta skipti með í þjóðarpúlsi Gallup sem mælir nú traust 15 stofnana. Hefur Gallup unnið könnunina árlega sl. níu ár.