Sameiginlegu atvinnukafaranámskeiði lokið

  • IMG_2521

Miðvikudagur 2. mars 2011

Fjórtán atvinnukafarar útskrifuðust síðastliðinn föstudag af sameiginlegu námskeiði Landhelgisgæslunnar, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Ríkislögreglustjóra. Mikil ánægja var með hópinn sem sýndi miklar framfarir á krefjandi vikum námskeiðisins.

Varðskip Landhelgisgæslunnar var tvo daga  til aðstoðar og var fyrri daginn farið með hópinn í Hvalfjörð þar sem nemar þurftu að skila köfun niður á 50 mtr dýpi. Kafararnir fjórtán köfuðu einn í einu á aðfluttu lofti. Þegar kafari var klár til köfunar,  var honum slakað niður á 6 mtr dýpi í búri og kafað hann síðan frá því. Á leið tilbaka var kafarinn látinn stoppa á 6 og 3 mtr dýpi í búrinu til að taka afþrýsting til öryggis. Vel gekk þennan dag og voru nemar og kennarar fluttir til Reykjavíkur að loknum góðum degi.

Meðfylgjandi eru myndir frá þessum degi

IMG_2203
Mikael R. Ólafsson úr prófanefnd yfirfer afþrýstiklefa LHG sem tekinn var um borð til öryggis.

IMG_2270
Mynd 2 : Kafað var á aðfluttu lofti - Menn frá SHS lempa slöngur

IMG_2279
Mynd 3: Andri M. Johnsen köfunarnemi og SHS maður fara yfir bókhaldið

IMG_2286
Mynd 4: Einn af nemunum tilbúinn til köfunar - Búrinu slakað á 6 mtr dýpi og síðan kafað frá því niður á 50 mtr.

IMG_2319
Mynd 5: Einn neminn aðstoðaður við undirbúning - Búnaður yfirfarinn

IMG_2360
Köfun lokið - Köfunarnemi tekinn um borð í varðskipið aftur.

IMG_2365

Seinni daginn voru nemarnir sóttir til Reykjavíkur og farið með þá að Akranesi þar sem kafað var að flaki m/s Vestra sem sökk utan við nesið fyrir mörgum árum


IMG_2374
Köfun undirbúin undan Akranesi í flutningaskipið VESTRA

IMG_2427
Fyrsta teymi kafar við flakið

IMG_2494
Kafarar varðskipsins tóku einnig þá tt í æfingunum þeir Sævar M. Magnússon og Óskar Á. Skúlason

IMG_2521
Nemar og kennarar við komuna til Reykjavíkur að loknum æfingum dagsins

Voru allir mjög ánægðir með vel heppnaða þjálfunardaga.

IMG_3207
Jóhann Eyfeld, varðstjóri og kafari hjá Landhelgisgæslunni tekur
á móti prófskírteini sínu.

IMG_3211
Andri M. Johnsen, háseti og kafari hjá Landhelgisgæslunni tekur
á móti prófskírteini sínu.
I