Sif í skoðun og endurbótum í Noregi

Þriðjudagur 18. apríl 2006.

Björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar, Sif, var flogið til Færeyja í gær og nú er hún á leið til Stavanger í Noregi þar sem vélin fer í skoðun og endurbætur.  Verið að fullgilda ýmsan búnað í vélinni og bæta við búnaði til að gera hana hæfari til að gegna hlutverki sínu. Þar má nefna endurbætur á fjarskipta- og tölvubúnaði vélarinnar, aðstöðu fyrir áhöfn og fleira.

Eins og kunnugt er kom stóra björgunarþyrlan Líf úr 3000 tíma skoðun 12. apríl sl. Á meðan Sif er í skoðun í Noregi um eins mánaðar tíma verður notast við stóru björgunarþyrluna Líf og einnig má minna á að Landhelgisgæslan er með samning við Varnarliðið og danska sjóherinn um gagnkvæma aðstoð við leit og björgun.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.