Varðskip leitar að stálpramma sem skipum og bátum stafar hætta af

  • TYR_Akureyri44

Miðvikudagur 9. mars 2011

Varðskip Landhelgisgæslunnar leitar nú að stálpramma um 15 sjómílur SV-af Malarrifi sem skipum og bátum stafar hætta af. Tilkynning um prammann barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar frá fiskiskipi sem statt var á svæðinu. Áætluð stærð prammans er 8-10 m. að lengd og um 5 m á breidd. Þyrla Landhelgisgæslunnar sem var við æfingar í Hvalfirði þegar tilkynningin barst, hélt á staðinn og fann prammann um 15 sml SV af Malarrifi. Á leitarsvæðinu voru dimm él og þungur sjór. Tilkynnti áhöfn þyrlunnar varðskipi um staðsetningu prammans og hélt það strax á svæðið, jafnframt var lesin upp siglingaaðvörun, kallað á rás 16 og hringt um borð í skip og báta sem leið áttu um svæðið og þau upplýst.

Prammi
Mynd af prammanum sem tekin var úr þyrlu LHG

Í gær hélt þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF á svæðið og fann prammann sem rekið hafði í SV. Varðskipinu var gefinn upp staður prammans og átti það þá um klukkustundar siglingu eftir að honum. Kom varðskipið að prammanum um kl. 17:30 en vegna ölduhæðar var ekki hægt að koma mönnum yfir í prammann.  Ákveðið var að bíða með frekari aðgerðir þar til í birtingu. Í gærkvöldi kl. 20:57 ekki hægt að fylgja prammanum eftir vegna sjógangs en hann rak í SV.

Lesin var út siglingaviðvörun vegna prammans sem er úr stáli og stafar skipum og bátum hætta af honum þar sem hann sést ekki í ratsjá .