Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir skipverja sem féll útbyrðis

  • GNA3_BaldurSveins

Miðvikudagur 9. mars 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:39 í morgun beiðni um aðstoð Landhelgisgæslunnar vegna skipverja sem féll útbyrðis af dragnótabát sem var við veiðar í Meðallandsbugt út af Skaftafellsfjöru eða um 2,5 sml frá landi. Tókst skipverjum að ná manninum um borð að nýju en talin var þörf á að hann kæmist fljótt undir læknishendur.

Eftir símafund með þyrlulækni var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og fór TF-GNA  í loftið kl. 12:14. Flogið var beint á staðinn og sigu læknir ásamt sigmanni um borð í bátinn og undirbjuggu skipverjann fyrir flutning. Var hann að því loknu hífður um borð í þyrluna og flogið aftur til Reykjavikur þar sem lent var kl. 14:44.